Skjalaflokkur 1018-1 - Kvenfélagið Hvöt

Fundargerðabók Hvatar Ljósmynd af bók

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HVH62-1018-1

Titill

Kvenfélagið Hvöt

Dagsetning(ar)

  • 1935 - 1978 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Skjalaflokkur

Umfang og efnisform

1 bók

Samhengi

Nafn skjalamyndara

Lífshlaup og æviatriði

Varðveislusaga

1018 – 1. Kvenfélagið Iðja HVH62

Bók þessi var stök í hillu á skjalasafni merkt Kvenfélaginu Hvöt fremri-Torfustaðahrepp. Ekki er vitað hver afhenti né hvenær. Þar sem vitað var að þetta félag gekk í kvenfélagið Iðju síðar meir fær það skjalamyndaranafnið Kvenfélagið Iðja HVH62, og munu aðrar afhendingar sem skila sér inn fara undir þetta HVH númer en fá sitt sér afhendingarnúmer. Þar sem gengið er frá þessari bók 2018 fær það afhendingarnúmerið 1018. Gjöf þessi fer í einn flokk.

A – Fundargjörðarbók Hvöt Fremri-Torfustaðarhrepp.
Spunafélagið Hvöt í Fremri-Torfustaðahrepp hafði þann tilgang að fjárfesta í spunavél og vefstól sem gekk á milli bæja svo fólk gat gert á sig og aðra fjölskyldumeðlimi flíkur. Seinna breytist svo þessi félagsskapur í Kvenfélagið Hvöt, sem lagðist að lokum niður með fækkun fólks á bæjum og sameinaðist öðru kvenfélagi í Ytri-Torfustaðahrepp.
Bók þessi er svört stílabók með gráum hornum og kjöl í stærðinni 19,7 x 24,7. Bókin er með 128 tölusettar blaðsíður en einungis ritaða í 34 bls, fremst skrifar Arndís Pálsdóttir þáverandi formaður smá uppl um tilurð kvenfélagsins Hvatar. En það var stofnað að Haugi í Miðfirði hinn 26.september 1935 af 16 meðlimum. Enginn formaður var fyrstu árin en í forsvari voru Guðný Björnsdóttir Núpsdalstungu og Guðrún Jónasdóttir Haugi. Um 1940 var þessi félagsskapur gerður að kvenfélaginu Hvöt, Ekki er vitað með vissu hver var fyrsti formaður Hvatar en í fundargerðum 1940 – 1941 var það Guðfinna Björnsdóttir Torfastöðum. Árið 1953 er félagið komið með heitið kvenfélagið Hvöt með 12 félaga.
Hinn 9.júní 1940 er haldinn aðalfundur í spunafélaginu Hvöt að Efra-Núpi.
Síðasta færsla er skráð 2.maí 1978 en þá heitir félagið kvenfélagið Hvöt og taldi 5 félags konur.

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir