Skjalaflokkur C - Samúelssjóður

Reglur sjóðsins

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HunV1-C

Titill

Samúelssjóður

Dagsetning(ar)

  • 1874 - 1875 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Skjalaflokkur

Umfang og efnisform

Á blaði stendur.
Eftirrit.
Á þessu 1000 ára afmæli þjóðar vorrar, sem nú er verðurlega haldið með fagnaði yfir land allt, vil jeg undirskrifaður Samúel Sigurðsson sýna lítilfjörlegan þakklætis og virðingarvott þess að guð hefir blessað mína með töluverðum af efnumog í því skyni gef jeg með þessu bréfi mínu Kirkjuhvammshreppi í Húnavatnssýslu, hvar jeg er fæddur og uppalinn 200rdl – tvö hundruð ríkisdali – sem varið skal eftir fylgjandi skilmálum.
1.gr
Þessir 200rdl skulu setjast á vöxtum móti fulltryggjandi veði í fasteign eða lausafé og skulu vextirnir árlega leggjast við höfuðstólinn þar til hann er orðin að upphæð 400rdl.
2.gr
Sjóður þessi skal vera undir stjórn sveitarnefndarinnar í Kirkjuhvammshreppi, en þó skal sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu hafa yfirumsjón hans, og skal sveitarnefnd árlega gjöra sýslumanninum grein fyrir meðferð sjóðsins og vaxtana.
3.gr
Þegar höfuðstóllinn er orðin aukin til 400rdl má brúka vexti hans árlega til styrktar handa einhverri búandi ekkju í Kirkjuhvammshreppi sem er ráðvönd og sparsöm, en fátæk og hefir ómegð að annast.
4.gr
Sé ekki ekkja til í hreppnum í þessum kringumstæðum þá skal njóta styrksins einhver fátækur drengur 10 ára eða eldri, sem á heimili í þeim hluta Kirkjuhvammshrepps sem heyrir undir Tjarnarsókn og skal viðkomandi sóknarprestar tilnefna þennann dreng og senda sýslumanninum í Húnavatnssýslu skýrslu um ástand hans til þess að hann leggi samþykki sitt á að hann njóti styrksins sem þá skal vera varið drengnum til almennra menntuna, og sem presturinn hefir umsjón á að þarfir njóti.
5.gr
Sveitanefndir tiltekur árlega eina eða fleiri ekkjur búandi í hreppnum sem henni sýnist best við ega (tilgáta) að njóta styrks af vöxtum sjóðsins samkvæmt 3.gr. og skýrir viðkomandi sýslumanni frá efnum þeirra og kringumstæðum, og skal þá sýslumaðurinn úrskurðað hver þeirra skuli hljóta styrksins í hvert skifti.
Þetta gjafabréf mitt, sem jeg gjöri með fullu ráði og fúsum vilja, undirskrifa jeg og innsigla í nærveru nótarii publici og tveggja þar til kvaddra votta.
Hvammi d 2.ágúst 1874
Samúel Sigurðsson
(S:S)
Vitundarvottar:
B.G.Blöndal S.Jónsson
Ár 1845 hin 9.dag apríl mánaðar mætti Samúel Sigurðsson lausamaður á Helgavatni frammi fyrir sýslumann B.G.Magússyni sem norarius bí Húnavatnssýslu og kannaðist þar í viðurvist hans og vottana danne brogs B.G.Blöndal í Hvammi og prestsins síra Sigfúsar Jónssonar á Undirfelli við undirskrift sína undir framan skrifað gjafabréf og var hann þá með fullri rænu og skynsemi þetta vottar með eigin hendi og hjá settu emættisinnsigli.
Datum ut sufra
B.E.Magnússon (S.S)
Ókeypis B.G.Magnússon
B.E.M
Ár 1875 fimmtudaginn hinn 3.dag júnímánaðar er framanskrifað gjafabréf upplesið fyrir manntals þingrétti að Kirkjuhvammi í Kirkjuhvammshreppi og því næst innfært í afsals og veðbréfabók sýslunnar undir 1085 bls.715 þetta vottar að því að gjöfin alls að upphæð 422 krónur nefnilega 400 krónur með 6% frá 2.ágúst f.á. var samdægurs afhend hreppsnefndinni í Kirkjuhvammshreppi í peningum .
Skrifstofa Húnavatnssýslu hinn 7.júní 1875.
B.G.Magnússon
Ókeypis
B.G.M
Rétt eftirrit staðfest
B.G.Magnússon.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir