Safn IS HVH117 - Kvenfélagið Björk

1927 - 1928 af bók 1932 - 1954 af bók 1954 - 1968 af bók 1969 - 1981 af bók pdf af bók
Niðurstöður 1 to 10 of 14 Sýna allt

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HVH117

Titill

Kvenfélagið Björk

Dagsetning(ar)

  • 1927 - 2002 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Skönnunn þessi er liður í styrk er safnið hlaut frá Þjóðakjalsafni Íslands í verkefnið Kvenfélög í Vestur-Húnavatnssýslu.
Ekki eru öll gögn skönnuð heldur aðeins gjörðabækur.
Bók í A-4 er of þung fyrir netið og verður sett í tvennt A-4a og A-4b.
Í afhendingunni eru fimm gjörðabækur.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

Lífshlaup og æviatriði

Varðveislusaga

1020-51. Kvenfélagið Björk HVH117
Segja má að stofnár kvenfélagsins Bjarkar sé á dálitlu reiki, kvenfélagið Björk tekur vissulega upp núverandi nafn á aðalfundi þann 30.maí 1956, en Kvenfélag Hvammstanga er formlega stofnað 1927 og er virkt til 1932, er það þá leyst upp og Kvenfélagið Tilraun verður til, 1943 kjósa konurnar um það að breyta nafninu aftur í kvenfélag Hvammstanga og 1956 er nafninu svo breytt í Kvenfélagið Björk sem það heitir í dag.
Í elstu fundargerðabók félagsins Kvenfélag Hvammstanga síðan (mars) 1927 er varastjórn skipuð Sylvía Siggeirsdóttir varaformaður, Elín Pétursdóttir vararitari og Guðrún Sveinsdóttir varagjaldkeri. Hólmfríður Sigurgeirsdóttir ritari. Á aðalfundi 18.janúar 1928 eru kosnar í stjórn Steinvör Benónýsdóttir formaður, Sylvía Siggeirsdóttir gjaldkeri og Hólmfríður Sigurgeirsdóttir ritari. Í varastjórn eru kosnar Hólmfríður Jónsdóttir formaður, Guðrún Sveinsdóttir gjaldkeri og Elín Pétursdóttir ritari.
Á fundi haldinn 11.desember 1932 er félagið leyst upp, en peningar þess yrðu áfram í Sparisjóð V-Hún handa öðru kvenfélagi ef það yrði stofnað, einróma samþykkt og undir það ritar Hólmfríður Jónsdóttir. Fyrsta fundargerð nýstofnaðs félags er svo 15.desember 1932 og stofnendur þá eru 8 konur, í bráðabirgðarstjórn voru Steinvör Benónýsdóttir formaður og gjaldkeri en Hólmfríður Jónsdóttir. Eftir nokkrar tillögur að nafni félagsins var dregið um nafn og kom þá nafnið Tilraun upp, önnur nöfn voru Harpa, Áróra, Dagsbrún, Hekla, Drífandi, Framtíð og Njála.
Á aðalfundi 14.febrúar 1943 haldinn í gistihúsinu Svanurinn, er ákveðið að breyta nafninu á félaginu úr Tilraun í Kvenfélag Hvammstanga, þá í stjórn eru Hólmfríður Jónsdóttir formaður, Steinvör Benónýsdóttir gjaldkeri, Sólveig Jónasdóttir ritari, Ingibjörg Jónasdóttir varaformaður, Margrét Jóhannesardóttir varagjaldkeri og Guðrún Sveinsdóttir vararitari.
Á fundi 23.apríl 1956 er haldinn fundur og meðal annars til að ræða nýtt nafn á félagið, skipuð var 3 kvennanefnd þær Kristín Gunnarsdóttir, Ingigerður Daníelsdóttir og Marta Albertsdóttir og áttu þær að velja þrjú nöfn af öllum þeim nöfnum sem konurnar höfðu áður komið með, og láta kjósa um þau og skyldi félagið bera það nafn sem flest atkvæði hlyti, nöfnin voru Eygló, Björk og Hafdís og hlaut nafnið Björk flest atkvæði. Er „fyrsti“ aðalfundur kvenfélagsins Bjarkar 30.maí 1956.

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

VLS

Kennimark stofnunar

IS HVH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Dates of creation revision deletion

Skannað í júlí og ágúst 2024 af M.B
Skráð í Atom í september 2024 af V.L.S

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres