Fonds HunV9 - Fræðafélag Vestur Húnavatnssýslu

B-4- 1 B-4- 2 B-4- 3 B-4- 4 B-4- 5 B-4- 6 B-4- 7 B-4- 8 B-4- 9 B-4- 10
Results 1 to 10 of 118 Show all

Identity area

Reference code

HunV9

Title

Fræðafélag Vestur Húnavatnssýslu

Date(s)

  • Ýmis ártöl (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Gögn Fræðafélags V-Hún
Mikið af gögnum ekki ekki allt ítarlega skráð.
Mikið af hljóðsnældum sem finna má á Ismús, ýtið á link fyrir neðan https://ismus.is/leit/H%C3%A9rVH%C3%BAn%20Fr%C3%A6%C3%B0af%C3%A9lag

Context area

Name of creator

Archival history

Fræðafélag Vestur- Húnavatnssýslu var stofnað 11. apríl 1974. Fram til ársins 2002 var hefð fyrir því að forstöðumaður héraðsskjalasafnsins væri einnig formaður Fræðafélagsins. Frá stofnun félagsins til ársins 2000 safnaði Fræðafélagið ýmsum gömlum skjölum en svo virðist að ekki hafi verið höfð sérstök stefna að leiðarljósi og þess vegna er efnið frá félaginu úr ýmsum áttum. Eðvald Halldórsson var lengi vel formaður Fræðafélagsins og þegar hann lést voru skjöl úr dánarbúi hans færð Fræðafélaginu til eignar. Fræðafélag Vestur-Húnavatnssýslu geymdi gögn á sínum vegum alla tíð í geymslum Héraðsskjalasafnsins þó að þau væru ekki hluti af eiginlegum safnskoti héraðsskjalasafnsins. Óvíst er hvenær flest skjölin komu á skjalasafn Vestur Húnavatnssýslu, í flestum tilfellum er ekki getið um afhendingu, hvorki afhendingarár eða afhendingaraðila.
Árið 2013 urðu skjöl sem geymd höfðu verið á skjalasafni Vestur-Húnavatnsssýslu formleg eign þess, fram að því höfðu skjöl á vegum félagsins aðeins verið geymd á skjalasafninu en ekki verið hluti af eiginlegum safnkosti skjalasafnsins.

Við flokkun og skráningu fengu gögnin afhendinganúmer þess ár sem þau voru skráð og flokkuð. Ekki mun allt koma hér á netið en eitthvað þó og er því flokkarnir hér á netinu öðruvísi en á pappír en alltaf sést hvað hvar er.
Í hverju númeri eru eftir farandi flokkar.

Í flokki A eru gögn sem tengjast rekstri fræðafélags Vestur-Húnavatnssýslu. Þar má finna ársreikninga félagsins frá 1982-1999, félagaskrár og ársgjöld 1976-1979, félagatal 1984-1999, innheimtuskrár frá 1983-1994 og fylgiskjöl bókhalds frá árunum 1982-1998.

Í flokki B eru ljósmyndir. Þær skiptast í bæjarmyndir, mannamyndir, aðrar ljósmyndir og mannamyndir úr dánarbúi Eðvalds Halldórssonar. Einnig eru ljósmyndir, filmur og slidesmyndir frá útgáfur bókarinnar Melstaðarkirkja 50 ára.

Í flokki C eru ýmis skjöl úr fórum Fræðafélags Vestur-Húnavatnssýslu. Í flokknum má finna vísur og kvæði eftir Jónatan Lárus Jakobsson, dæmisögur, endurminningar Jónatans Jakobssonar, ferðasögur eftir óþekkta höfunda, ljóðabréf eftir Gest Jóhannesson, skrif eftir Herdísi Bjarnadóttur, saga Hvammstanga eftir Gústav Halldórsson, fundargerðabók Málfundafélags Tjarnasóknar 1918-1923, líkræður Ólafs dbrm. Jónsson frá sveinsstöðum eftir Pál Sigurðsson og stök fundargerð frá Fræðafélaginu frá 18. október 1980 (fundargerðarbókin er í fórum Fræðafélagsins). Í flokknum má einnig finna ýmis kvæði og vísur eftir ýmsa höfunda (sjá nánar í skráningu) og bréf til og frá félagsins. Í flokknum má einnig finna ýmsar ættartölur, landamerkjabréf Tjarnar á Vatnsnesi ásamt ýmsum öðrum skjölum (sjá nánar í skráningu).

Í flokki D eru sköl úr dánarbúi Eðvalds Halldórssonar og barst sennilega héraðsskjalasafninu árið 1995. Í flokknum eru ýmis ólík skjöl. Í flokknum má til dæmis finna bréfasafn Eðvalds frá árunum 1952-1987. Þar má einnig finna skjöl sem tengjast Sigurdísi Jóhannesdóttur, Sigvalda Jóhannessyni og móður þeirra Sigurlaugu Sveinsdóttur. Þetta eru minningargreinar um Sigvalda Jóhannesson ásamt ljóði eftir Eðvald Halldórsson, ljóð eftir Sigvalda Halldórsson, ættartala Sigurlaugar Sveinsdóttur frá Enniskoti og stökur eftir Sigurdísi Jóhannesdóttur. Einnig er skrá yfir örnefni á gönguleið með sjónum frá Hvammstangahöfn norður til Grafarvíkur, eyðibýlaskrá yfir Staðarhrepp, Fremri- og Ytri- Torfustaðarhrepp, Kirkjuhvammshrepp, Þorkelshólshrepp, Þverárhrepp og Miðfjörð. Skýrslur um fiskiafla á opnum skipum í Kirkjuhvammshreppi 1898-1905, 1907, 1909, 1911-1912 og 1914. Í flokknum eru einnig ýmsar ættartölur, kvæði og vísur eftir Sigvalda Jóhannesson, ljóð og vísur eftir Sigríði Jóhannesdóttur frá Enniskoti. Efni tengt sjómannafélaginu í Kirkjuhvammshreppi frá 1928, Fyrir nánari upplýsingar um innihald flokksins sjá skráningu.

Í flokki E eru skjöl úr dánarbúi Díómedesar Davíðssonar og eru þetta ýmis ólík skjöl sem bárust héraðsskjalasafninu 20.5. 1979 og voru afhent af Þorsteini Díómedessyni. Í flokknum má finnar ýmsar teikningar, handrit, verkefni í reikningi, veðurathuganir teknar á Ánastöðum á árunum 1911-1936, byggingarbréf til Díómedesar Davíðssonar frá 1918, fæðingarvottorð Díómedesar og konu hans Ástu Jóhönnu Jónatansdóttir, í flokknum eru einnig fleiri skjöl frá Ástu Jóhannesdóttur, til dæmis leyfisbréf til lausamennsku frá 1894 og tilkynning um greiðslu á erfðagjaldi frá 1894. Í flokknum er einnig bréfasafn Díómedesar og Ástu Jónatansdóttur. Fyrir nánari upplýsingar um innihald flokksins sjá skráningu.

Í flokki F eru ýmis skjöl frá Fræðafélagi Vestur-Húnavatnssýslu. Þar má finna hlutabréf í Eimskipafélagi íslands frá 1917 og í útgerðarfélaginu Ægi frá 1949, stofnbréf í Slátrunarfélagi Vestur-Húnavatnssýlu frá 1908, skömmtunarmiða, póstkort, happdrættismiða, safn af sálmaskrám vegna útfara, uppkast af búðartóftum í Borgarvirki eftir Sigvalda Jóhannesson frá Enniskoti 1966. Fyrir nánari upplýsingar um innihald flokksins sjá skráningu.

Í flokki G eru skjöl frá Gústav A. Halldórssyni. Þetta eru ýmsar vísur og kvæði, ættartala Gústavs A. Halldórssonar, skipunarbréf frá sýslumanni 1944 og 195. Leyfisbréf vegna hjúskapar Gústavs A. Halldórssonar og Jakobínu Bergsveinsdóttur frá 1919. . Fyrir nánari upplýsingar um innihald flokksins sjá skráningu.

Í flokki H eru hljóðupptökur sem gerðar voru á vegum Fræðafélagsins á árunum 1982 til 1997. Upptökurnar eru öllum aðgegnilegar á ismus.is. Ismus.is er gagnagrunnur sem geymir og birtir gögn um íslenska menningu. Vefurinn er samvinnuverkefni Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar.

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

VLS

Institution identifier

IS HVH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

04.06´24

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related people and organizations

Related genres

Related places