Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Björn Einarsson (1941 - 1992)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
14.11.1941 - 23.07.1992
Saga
Að loknu barnaskólanámi stundaði Björn nám í Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk þaðan landsprófi vorið 1962. Síðar hóf hann iðnnám í Reykjavík og lauk prófi í vélvirkjun árið 1970.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Björn Einarsson var fæddur 14. nóvember 1941, elstur 6 barna hjónanna Helgu Sigríðar Þorsteinsdóttur og Einars Friðgeirs Björnssonar bónda á Bessastöðum. Einar lést vorið 1983, en Helga lifir son sinn og hefur jafnan dvalið á heimili hans og tengdadóttur sinnar á Bessastöðum, vinamörg og virt af öllum sem hana þekkja.
Þann 1. nóv. 1969 kvæntist Björn eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur frá Ytra Bjargi. Vorið 1970 tóku þau við jörð og búi á Bessastöðum og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru fjögur: Guðný Helga, f. 1969, Einar Friðgeir, f. 1970, Páll Sigurður, f. 1972, og Ingunn, f. 1974. Börnin hafa tekið í arf góða kosti foreldra sinna og hafa að undanförnu öll stundað nám, sem hæfir hugðarefnum þeirra