Egill Gunnlaugsson (1936 -2008)
- HVH103 - 2022-32
- Einstaklingur
- 29.09.1939 - 31.08.2008
Egill tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1958. Lauk háskólaprófi í dýralækningum 1964 frá Tierarztliche Hochschule í Hannover í Þýskalandi. Á námsárum sínum vann hann ýmsa verkamannavinnu með námi til fjáröflunar, s.s. í sláturhúsi, ölgerðarhúsi, kornskemmum, sporvögnum, fiskvinnslu og á togurum. Aðstoðardýralæknisstörf í Vorsfelde í V-Þýskalandi des. 1963 og jan. 1964. Var settur héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi frá 1. mars 1964 til 31. ágúst 1964. Héraðsdýralæknir í Vestur-Húnavatnssýslu frá 1. sept 1964 til 1. janúar 2007. Gegndi einnig störfum héraðsdýralæknis í Strandasýsluumdæmi til 1983 og síðar í viðlögum. Hefur einnig þjónað A-Húnavatnssýslu í afleysingum.