Útgáfumál

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Útgáfumál

Equivalent terms

Útgáfumál

Tengd hugtök

Útgáfumál

4 Archival description results for Útgáfumál

4 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Gjörðabækur

Gjörðabók Sjálfstæðisfélagsins Fjölnis á Vatnsnesi. bókin tekur yfir árin 1936-1949. Á tveim fyrstu blaðsíðum stendur m.a.
Ár 1936 sunnud. þ.16.ágúst var að Illugastöðum haldin fundur meðal Sjálfstæðismanna á Vatnsnesi.Fundinum stjórnaði Guðm Arason Illugastöðum.Á fundinum voru rædd landsmál,frummælendur voru Guðjón D.Jósefsson og Óskar E.Levy.Frummælendur komu fram með tillögu um stofnun flokksfélags sjálfstæðismanna á Vatnsnesi.Var tillagan samþ. og félagið stofnað.Stofnendur:
Páll V.Danielsson Bergstöðum
Þorleifur S.Guðmannsson Stöpum
Sigfús Árnason s.st
Þórhallur Bjarnason s.st
Guðmundur Arason Illugastöðum
Jónína Gunnlaugsdóttir s.st
Gunnl.Skúlason s.st
Ingvar Jakobsson Geitafelli
Loftur Þ.Jósefsson Ásbjarnarstöðum
Margrét Guðmundsd s.st
Guðjón D. Jósefsson s.st
Guðmundur B.Jóhannesson Þorgrímsst
Snorri Jóhannesson Egilsstöðum
Guðmundur Sigurðsson Katadal
Sigrún Sigurðardóttir s.st
Guðjón Guðmundsson Saurbæ
Björn Guðjónsson s.st
Óskar E. Levy Ósum
Eggert Levy s.st
Ragnhildur E. Levy s.st
Sigurbjartur K. Þorláksson s.st
Jóhannes E. Levy Ægissíðu
Jenný Jóhannesd s.st
Á fundinum var gengið frá lögum félagsins og stjórn kosin.Kosningu hlutu: Guðm Arason. Guðjón D. Jósefsson og Ó.E.Levy.Að umræðum loknum skemmtu fundarm, sér við fjörugan dans nokkra stund.Fleira gerðist ekki. Fundi slitið. Guðm Arason.

Sjálfstæðisfélagið Fjölnir

Sjálfstæðisfélagið Fjölnir

  • IS HVH 46 A/1
  • Fonds
  • 1937-1938

Sveitablaðið Þröstur sem gekk á milli félagsmanna í Sjálfstæðisfélaginu Fjölnir á Vatnsnesi á árunum 1937-1938.Ritað af nokkrum félagsmönnum. Bókin er handskrifuð af nokkrum félagsmönnum,línustrikuð blöð 16,5 x 20,6 cm en kápan er 17,5 x 21,5 cm. Kápan er einlit en ljós á kili og hornum og svört á fram- og bakhlið.

Sjálfstæðisfélagið Fjölnir

Málfundafélag Hvammstanga

  • IS HVH138 B/1
  • Fonds
  • 1923 - 1938

Sveitablaðið Ökuþór gekk á milli félagsmanna á Hvammstanga á árunum 1923-1933.Ritað að félagsmönnum sem voru all nokkrir. Bókin er handskrifuð af nokkrum félagsmönnum,línustrikuð blöð 22,7 35,2 cm en kápan er 23,5 x 36 cm. Kápan er mislit en rauðbrún á kili og hornum og mislituð á fram- og bakhlið.

Málfundafélag Hvammstanga

Þröstur

Sveitablaðið Þröstur sem gekk á milli félagsmanna í Sjálfstæðisfélaginu Fjölnir á Vatnsnesi á árunum 1937-1938.Á fyrstu færslunni stendur: Fylgt úr hlaði.
Um leið og þröstur heilsar,þá þykir hlýða að kynna hann með nokkrum orðum.
„Þröstur“ byrjar göngu sína í mesta skammdegi árs vors.Á þeim tíma sem náttúruöflin hæðast og draga oft og einatt sortaský fyrir hamingjusól þeirra.En samt-þó „Þröstur“ hefji fyrstu för sína örlaríku tímamótum árstíðana,- þá vill hann líta til land sólaruppkomunnar,til vorsins,til hlýrri og fegurri heimkynna.
Hvað vill „Þröstur“? Hann vill í fáum orðum sagt verða til gagns og skemmtunar.
Hann gefur öllum félagsmönnum tækifæri til að æfa og þroska rithæfni sína,á þann hátt er hvern og einn hentar best,-þ.e.a.s. án þess sitja fastar skorður um efnisval.Hann vill ljá pláss fyrir hvað eina sem til skemmtunnar mætti verða og hann vill verða tengiband á milli þeirra er láta sig varða mikills um verð málefni.
Hann vill taka virkan þátt í félagststarfinu og láta af sér leiða heill og blessun fyrir félagsskapinn.
En hvernig má þetta verða? Aðeins með því að allir taki nú þegar ástfóstri við „Þröst“ og klæði hann í
fagran búning rithæfninnar.

Sjálfstæðisfélagið Fjölnir