Miðfjörður V-Hún

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Miðfjörður V-Hún

Equivalent terms

Miðfjörður V-Hún

Associated terms

Miðfjörður V-Hún

4 Archival description results for Miðfjörður V-Hún

4 results directly related Exclude narrower terms

Gjörðabók 1928-1933

Á fyrstu blaðsíðu er skrifað.:
Ár 1928 Sunnudaginn 4 nóv. var haldinn fundur í Þinghúsi hreppsins á Melstað til þess að taka ákvörðun um stofnun Ungmennafjélags. Fundinn setti Ingólfur Gunnlaugsson og nefndi til fundarstjóra Jósep Jóhannesson og stakk hann upp á Þorvaldi Friðrikssyni fyrir skrifara og var það samþykkt.
Á fundi sem haldin var um sama efni á síðastliðnu sumri hafði verið kosin nefnd til að gera uppkast að lögum fyrir ungmennafjélag, og lagði hún það fram, og talaði Ingólfur Gunnlaugsson fyrir því, og útskýrði það, urðu nokkrar umræður um uppkastið, og að endingu kosin 3ja manna nefnd til aðyfir fara það, og koma með breitingartillögur við það síðar á fundinum. Kosnir voru: Jósep Jóhannesson, Pjétur Ásmundsson, Gunnar Jónsson.
Þá var fundarhljé á meðan nefndin starfaði.
Eftir nokkra stund var fundi fram haldið og voru þá lögin lesin upp ásamt breitingartillögum nefndarinnar og samþykkt grein með áornum breitingum, og síðast öll í heild,sem gildandi lög fyrir ungmennafjélag til næsta aðalfundar, þá var leitað eftir hverjir verða fjélagsmenn og skrifuð upp nöfn þeirra, og var fjélagið stofnað með 23.meðlimum. Þá voru lögð fram bráðarbirðar fundarsköp og samþykkt í heild.
Að endingu voru kosnir starfsmenn fjélagsins, og kosningar fjéllu þannig.
Benedikt Guðmundsson Formaður. Þorvaldur Friðriksson ritari. Jón Jónsson gjaldkeri. Ingólfur Gunnlaugsson varaformaður. Gunnar Jónasson vararitari, Gunnar Jónasson varagjaldkeri. Endurskoðendur Pjétur Ásmundsson og Gísli Guðmundsson. Skemtinefnd Sigríður Guðmundsdóttir,Guðný Friðriksdóttir,Sigurgeir Karlsson.
Samkvæmt lögum var einnig kosin ritstjóri fyrir væntanlegt blað fjélagsins, kosningu hlaut Ingólfur Gunnlaugsson.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið
Jósep Jóhannesson (fundarstjóri) Þorvaldur Friðriksson (fundarskrifari)

Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði

Gjörðabók 1940-1947

Á fyrstu blaðsíðu er skrifað.:
Fundargjörð
U.M.F.Grettir hélt fund að Ásbyrgi laugardaginn 27 april 1940.
Fundarsjóri síðasta fundar Karl Kristjánss. Urriðaá setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Benedikt Guðmundsson Staðarbakka og tók hann því næst við fundarstjórn.
Hann nefndi til fundarskrifara Camillu Briem.
Á fundinum gerðist þetta.

 1. Upplestur: Gyða Sigvaldadóttir kvæði eftir Davíð Stefánsson.
 2. Málefni: Viðhorf æskunnar til kirkjunnar Málshefjandi var Gísli Guðmundsson Staðarbakka,málið var nokkuð rætt og komu fram skiftar skoðanir hjá mönnum.
 3. Blað félagsins lesið.
 4. fundarhlé.
 5. Upplestur: Sigurður Daníelsson Skarfshóli kvæði eftir Grím Thomsen og Davíð Stefánsson.
 6. Spurningar.
  (1.spurning til Baldurs Jónssonar Söndum.Hvaða kostir prýða konuna mest ?
  (2.spurning til Þórdísar Magnúsdóttur Saurum,Hvort er sæluríkara vonin eða vissan ?
  (3.spurning til Gunnlaugs Sigurbjörnssonar Torfustöðum,Hvað er pólitík ?
  Spurningum þessum var öllum svarað en umræður að öðru leiti litlar.
 7. Samstarf ungmennafélagana,framsögumaður Böðvar Sigvaldason Brekkulæk.
  Svohljóðandi tillaga var borin fram.
  Fundurinn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess að undirbúa og sjá um sameiginlega fundi á þessu ári með U.M.F.Framtíðin.
  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 8. Hitaveitumálið: Framsögu hafði Sig.Daníelsson.
  2.tillögur voru bornar fram svohljóðandi: Fundurinn samþykkir að fela nefnd þeirri sem kosin var á síðasta aðalfundi til að athuga miðstöð Ásbyrgis og láta fara fram breytingar á henni sem hún lítur nauðsynlegt, og heimilar henni lánatöku til þess ef þörf krefur.
  Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
  Seinni tillagan var á þessa leið.
  Fundurinn samþykkir að fela hitaveitunefnd að jafna vinnu við breytingar miðstöðvar Ásbyrgis.
  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 9. Kosin 5 manna nefnd s.k.v 7 lið,kosningu hlutu Benedikt Staðarbakka. Baldur Söndum. Sig, Skarfhóli. Anna Staðarbakka og Gyða Brekkulæk. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
  Benedikt Guðmundsson (fundarstjóri) Camilla Briem (fundarritari)

Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði

Gjörðabók 1948-1966

Á fyrstu fjórar og hálfa blaðsíður eru skrifuð lög félagsins og þau ekki tíunduð hér en lögin eru 22 greinar. Í fyrstu fundargerð stendur:
Fundargjörð
Árið 1948 fimmtudaginn 19 febrúar var aðalfundur U.M.F.Grettis haldin að Ásbyrgi.
Formaður félagsins, Jóhann Sigvaldason setti fundinn og stjórnaði honum en fundarritari var Magnús Guðmundsson í fjarveru ritarans Eiríks Jónssonar, þá var tekið fyrir.

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar og samþykkt.
 2. Reikningar félagsins lesnir og skýrðir.
  a) Féhirðir Gísli Guðmundsson las reikning félagsins yfir tekjur og gjöld svo og efnahagsreikning.
  b) Páll Stefánsson las reikning lestrarfélagsins.
  c) Jón Jónsson las reikning yfir tekjur og gjöld Grettislaugar. Reikningarnir höfðu verið endurskoðaðir og engar athugasemdir komið fram. Voru þeir allir samþykktir samhljóða.
 3. Formaður skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu ári. Taldi hann starfsemina hafa verið með minnsta móti. Haldnir höfðu verið 3 fundnir og 2 skemmtisamkomur á árinu og engar verulegar framkvæmdir. Nokkrar umræður urðu því næst um starfsemi félagsins fyrr og nú. Þessir tóku til máls auk formanns. Gústav Halldórsson, Gísli Guðmundsson, Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson, Karl Guðmundsson og Benedikt Guðmundsson. Að því loknu var málið tekið út af dagskrá.
 4. Formaður las úrsögn úr félaginu frá Guðrúnu Þórdísi Magnúsdóttur á Saurum.
 5. Lagabreytingar. Stjórn félagsins bar fram svohljóðandi tillögu: Fundurinn samþykkir að hækka árgjöld karla úr kr.6.- í kr.10- og konur úr kr.4- í kr.5- unglingar innan 16 ára haldist óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða.
 6. Kosnir starfsmenn félagsins fyrir næsta ár.
  Formaður Jóhann Sigvaldason með 14 atkvæðum
  Ritari Eiríkur Jónsson með 10 atkvæðum
  Féhirðir Gísli Guðmundsson með 15 atkvæðum
  Varastjórn
  Hjalti Jósefsson með 9 atkv, Magnús Guðmundsson með 9 atkv, Gíslu Magnússon með 6 atkv.
  Skemmtinefnd
  Arndís Pálsdóttir með 12 atkvæðum. Helga Stefánsdóttir með 7 atkv. Ingibjörg Jónsdóttir með 7 atkv. Magnús Guðmundsson með 11 atkv. Páll Stefánsson með 10 atkv.
  Til vara
  Jóhanna Pálsdóttir. Ása Stefánsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir. Zóphónías Jósefsson. Guðmundur Björnsson.
  Endurskoðendur
  Gunnar jónsson með 7 atkv. Zóphónías Jósefsson með 2 atkv.
  Stjórn lestrafélagsins
  Hjalti Jósefsson með 5 atkv. Gunnar Jónsson með 6 atkv. Karl Guðmundsson með 5 atkv.
  Sundlaugarnefnd
  Jón Jónsson með 14 atkv. Benedikt Guðmundsson með 9 atkv.
  Fulltrúar á aðalfund S.U.V.H
  Jóhann Sigvaldason með 8 atkv. Benedikt Guðmundsson með 4 atkv.
  til vara Gunnar Jónasson.
 7. Lesið blað félagsins: Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson.
  Í því voru greinarnar þrjár systur eftir Gísla Guðmundsson og athugasemd eftir Raunsæismann.
 8. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson vakti máls á því hvort ungmennafélagið myndi ekki geta ráðiðeinhverju um nafn á þessum stað umhverfis Ásbyrgi sem nú er óðum að byggjast Málið ekkert rætt.
  Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
  Magnús Guðmundsson
  Fundarritari.

Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði