Mannamyndir

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Mannamyndir

Equivalent terms

Mannamyndir

Tengd hugtök

Mannamyndir

177 Archival description results for Mannamyndir

177 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Helga frá Bessastöðum (1915-2011) (A-1-5)

Helga fæddist á Öxl í A-Hún þann 30.04.1915, fluttist hún eins árs með foreldrum sínum að Þjótanda í Árnessýslu. Árið 1919 flytur hún við skilnað foreldra sinna að Barði í Miðfirði og ólst þar upp hjá móðurömmu sinni, Sigríði Jónasdóttur prestsekkju frá Melstað. Eftir barnafræðslu þess tíma fékk hún að njóta frekari tilsagnar með börnum prestshjónanna á Melstað. Hún stundaði nám í tvo vetur við Kvennaskólann á Blönduósi. 4. júní 1938 giftist hún Einari Friðgeiri Björnssyni, bónda á Bessastöðum, og eignast þau 6.börn,þau bjuggu alla sína búskapartíð á Bessastöðum.
Hún vann á Saumastofunni Drífu á Hvammstanga frá 1973 til 1983. Hún tók virkan þátt í félagstörfum í sinni sveit, var meðal annars í sóknarnefnd Melstaðarkirkju, í stjórn Kvenfélagsins Iðju og Kvennabands Vestur- Húnavatnssýslu, skólanefnd og áfengisvarnarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps o.fl.
Hér er linkur á minningargreinar um Helgu og linkur á síðu með grafreit þeirra hjóna Hlegu og Einars í Melstaðarsókn. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1368367/?item_num=2&searchid=0c90a1f7b274cb71e9374b77a52deef2afdb4512 og http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1368682/?item_num=1&searchid=0c90a1f7b274cb71e9374b77a52deef2afdb4512 og http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1369542/?item_num=0&searchid=0c90a1f7b274cb71e9374b77a52deef2afdb4512 og http://www.hafdal.dk/tng/showmedia.php?mediaID=3649&cemeteryID=21

Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1863-1958)

Karl Ásgeir Sigurgeirsson er fæddur 02.10.1863 látinn 10.08 1958. Hann er fæddur í Svartárkoti i Bárðardal en fluttist í æsku með foreldrum sínum og mörgum systkinum vestur í Húnavatnssýslu.Hann var tvíkvæntur fyrri konan hans hét Margréti, missti hann hana eftir stutta samveru, ásamt fyrsta barni þeirra.Með siðari konu sinni, Ingibjörgu systur Margrétar eignaðist hann mörg börn, en aðeins þrjú komust til manns.

Héraðsskjalasafnið á Blönduósi (1850-1930)

Elísabet Björnsdóttir (1850-1930)

Elísabet fæddist á Marðarnúpi og var dóttir hjónana Björns L Guðmundssonar og Þorbjargar Helgadóttur áttu þau 6 börn og 1 fósturbarn. Árið 1920 er hún skráð í Reykjavík og býr hjá bróðursínum á Antmannsstíg 1.
Þetta segir íslendingabók og þar heitir hún Kristín Elísabet : Dóttir þeirra á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Var í Reykjavík 1910. Var á Amtmannsstíg 1, Reykjavík 1930. Vann við eftirlitsstörf.
Samkvæmt Íslendingabók er Elísabet fædd 23. mars 1878 látin 5. janúar 1942
Hér fyrir neðan eru minningargrein um hana. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=334063&pageId=5255267&lang=is&q=El%EDsabet%20Bj%F6rnsd%F3ttir

Sigríður Benediktsdóttir og Benedikt Sigfússon (1850-1930)

Samkvæmt manntali er Sigríður frá Þórukoti dóttir hjónana Benedikts Björnssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur og áttu þau 6 börn.Ekkert finnst um þau meira í Húnavatnssýslu eftir né fyrir 1910.En í Íslendingabók segir að hún hafi verið verkakona í Ingólfsstræti 9, Reykjavík 1930.
Aftan á myndinni af henni stendur að hún eigi að vera frá Forsæludal

Ingimundur Guðmundsson (1884-1912)

Ingimundur var fæddur að Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi 17. febr. 1884.Hann var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda, sem var á Stóru-Borg en Ingimundur var uppalinn hjá fóðurbróður sínum, Birni Guðmundssyni og konu hans Þorbjörgu Helgadóttur á Marðarnúpi,en þau voru foreldrar Guðmundar landlæknis en þau tóku einnig tvö önnur tökubörn ásamt að eiga 2 dætur sem eru líklega tvíburar og yngri en Guðmundur en eldri en Ingimundur.
Ingimundur gekk í Hólaskóla tvo vetur, og var þar svo kennari veturinn eftir,1904—05. Þá fór hann utan og var eitt ár við verklegt búnaðarnám í Danmörku. Þá stundaði hann nám við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn í 2 ár og lauk þar prófi vorið 1908
með mjög góðri einkunn. Var síðan 2 ár í sama skóla við framhaldsnám í búfjárrækt og tók próf í þeim fræðum vorið 1910 með ágætis einkunn.Það próf höfðu fáir tekið á undan honum, og fremstur varð hann þeirra 6, sem próf það tóku þá um vorið. A námsárum hans erlendis ferðaðist hann allmikið um Danmörku og fór einnig til Noregs til
að kynnast búnaði þar. Vorið 1910 kom hann aftur heim til Islands og gekk þá þegar í þjónustu Búnaðarfjelags íslands.
Ingimundur féll frá ungur á sviplegan hátt en hann drukknaði í Hvítá í Borgarfirði,hrossið skilaði sér heim að bæ en hann ekki.
Íslendingabók segir: Ingimundur Guðmundsson fæddur 17. febrúar 1884 Látinn 14. mars 1912
Hrossaræktarráðunautur 1910-12. Búfræðingur úr Hólaskóla og átti frumkvæði að stofnun Hólamannafélagsins. Var í Reykjavík 1910. Drukknaði í Hvítá í Borgarfirði.
Hér er minnst á dauða hans í ýmsum tímaritum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2297825 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=68779&pageId=1110142&lang=is&q=Ingimundur%20Gu%F0mundsson http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2297825

Héraðsskjalasafnið á Blönduósi (1850-1930)

Scotian Homes (Halldór Sigurðsson)

Ljósmynd af sýningarbás sem Halldór P.Sigurðsson hafði á Atvinnulífssýningu sem haldin var á Hvammstanga 24.-25.2000.En hann aðstoðaði fólk við að setja upp hús frá fyrirtækinu Scotian Homes.

Atvinnulífssýning (júní 2000)

Anna Lýðsdóttir frá Dröngum Strandasýslu

Aftan á ljósmynd stendur Anna Lýðsdóttir frá Dröngum Strand.
Ef um rétta konu er að ræða finnst í manntali Anna Lýðsdóttir árið 1901 þá 8.ára gömul en til heimilis að Skriðnessenni Strandasýslu með foreldrum og systkynum sem telja 7 í það heila. Árið 1910 er hún komin á Ytrieyjarhús,Höskuldsstaðarsókn í A-Hún,ógift en býr ásamt systur sinni hjá bróður þeirra og hans fjölskyldu.
Samkvæmt Íslendingabók er hún kennari og húsfreyja á Akureyri árið 1930,síðast búsett á Akureyri. Er hún sögð hafa fæðst 1.sept 1893 sem passar við manntals uppl.
Anna Lýðsdóttir 1. september 1893 - 8. september 1986.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann

Benedikt Jóhannsson vinnumaður Söndum

Ekki finnst neitt um Benedikt á Manntali né Íslendingabók miðað við þær uppl sem við höfum varðandi Benedikt en samkvæmt uppl þá mun hann hafa verið vinnumaður á Söndum,ártal ekki uppgefið. En miðað við hvenær Ljósmyndarinn starfaði á Sauðárkróki þá er myndin tekin líklega á árabilinu 1898-1899.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann

Daníel Davíðsson og Magnea Aðalbjörg Árnadóttir Syðri-Ey

Ljósmynd þessi er af Daniel Davíðssyni ljósmyndara og konu hans Magneu Aðalbjörgu Árnadóttur bjuggu þau lengst af á Syðri-Ey á Skagaströnd.
Daníel Davíðsson fd:04.mai.1874 - d:26.mars 1967.
Magnea Aðalbjörg Árnadóttir fd:29.sept.1883 - d:18.des.1968.
Börn:1.Magnús fd:28.06.1909 - d:01.06.1993
2.Árni Davíð fd:16.05.1911 - d:28.06.1970
3.Páll Kristján fd:01.11.1913 - d:14.12.2009
4.Baldvina Ingibjörg fd:07.05.1915 - d:24.02.2009
5.Daði fd:26.10.1916 - d:15.06.2010
6.Helga Þuríður fd:22.11.1917 - d:17.01.2013
7.Ásmundur Friðrik fd:04.09.1919 - d: 19.12.2001
8.fóstursonur. Björn Leví Halldórsson fd:08.10.1931 - d:22.06.2015

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamann

Niðurstöður 71 to 80 of 177