Mannamyndir

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Mannamyndir

Equivalent terms

Mannamyndir

Tengd hugtök

Mannamyndir

177 Archival description results for Mannamyndir

177 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Begga frá Bessastöðum (1903 - 1955)(A-1-14)

Jónína Guðbjörg er dóttir hjónana frá Bessastöðum þeirra Björns Jónssonar og Kristínar Bjarnadóttur.Hún er ein af 11 systkinum samkvæmt manntali Þjóðskjalasafni árið 1910.Litlar uppl er að finna um hana meir en síðasta búseta var á Efra-Vatnshorni og hvort hún var húsfreyja þar eða vinnukona er ekki vitað þó líklegra sé húsfreyja. Jónína Guðbjörg fæddist 17.10.1903, lést 17.08.1955
Hér er linkur á grafreit hennar í Melstaðarkirkjugarði. http://www.hafdal.dk/tng/getperson.php?personID=I2807&tree=Tree2

Hópmynd Laufási (1948)

Skírn Ingimundar Smára Björnssonar frá Laufási í ágúst 1948, skírður af Sr Valdimar Eyland.
Aftasta röð 1.Kona sr Valdimars 2.Björn Guðmundsson Laufási 3.Jón Tómasson 4.Tryggvi Jóhannsson Stóru-Borg 5.Reynir Jónsson Jörfa 6.Sigurður Jónsson Jörfa 7.Sigvaldi Jóhannesson Enniskoti 8.Karl Harlow Björnsson Stóru-Borg 9.Aðalsteinn Dýrmundsson Stóru-Borg 10.Gunnar Jónsson Gröf 11.Pétur Aðalsteinsson 12.sonur sr.Valdimars Jón Valdimarsson.
Miðröð 1.Ragnheiður Guðmundsdóttir Dæli 2.Hulda Ragnarsdóttir Valdarási 3.Margrét Pétursdóttir Stóru-Borg 4.Þórunn Björnsdóttir Miðhópi 5.Guðrún Magnúsdóttir Stóru-Borg 6.Hólmfríður Jónsdóttir Jörfa 7.Margrét
Tryggvadóttir Stóru-Borg 9.IngibjörgGunnarsdóttir Gröf 10.Ingibjörg Sigfúsdóttir Refsteinsstöðum 11.Sr Valdimar Eyland.
Fremsta röð 1.Ingiríður Vigfúsdóttir með Ingimund Smára 2.Inga Björnsdóttir bak við Ingiríði 3.Ólöf Hulda Karlsdóttir Stóru-Borg, 4.Sigurlaug Sveinsdóttir Enniskoti 5.dóttir sr.Valdimars 6.Þórir Jóhannsson Refsteinsstöðum 7.Trausti Björnsson Laufási. Hin börnin óvíst.

Bjarni Stefánsson (1850-1930)

Bjarni Stefánsson er samkvæmt manntali Þjóðskjalasafni fæddur 17.04.1875 að Tjarnakoti í Miðfirði sonur hjónana Stefáns Þorsteinssonar og Maríu Bjarndóttur.Einnig á hann systur sem er sögð 3.ára árið 1880.Árið 1890 eru þau flutt að Gröf á Vatnsnesi og eru komin með tökubarn sem er drengur er heitir Lárus Frímann Lárusson og sagður 1.árs en þetta sama ár er systir hans sögð 14 ára og Bjarni 15.ára.Árið 1901 er fjölskyldan komin að Sauðadalsá Vatnsnesi ásamt fjölda fólks sem eru vinnumenn og konur og börn þeirra.Árið 1910 er Bjarni staddur á Hólabaki í A-Hún þegar talning fer fram og er sagður ættingi. og er Stefán Þorsteinsson skráður húsbóndi en með aðra eiginkonu þar en hvort þetta er faðir hans eða mara alnafni og fæddur sama ár og faðir hans skal sagt ólátið.Árið 1920 er hann sagður vinnumaður á Breiðabólsstað í Þverárhreppi.
Aftan á Ljósmynd stendur: Bjarni Stefánsson frá Sauðadalsá.Lengi vinnumaður á Kárastöðum og lést þar.

Hópmynd Laufási (1948)

Skírn Ingimundar Smára Bjarnasonar frá Laufási í ágúst 1948, skírður af Sr Valdimar Eyland.
Aftasta röð 1.Kona sr Valdimars 2.Björn Guðmundsson Laufási 3.Jón Tómasson 4.Tryggvi Jóhannsson Stóru-Borg 5.Reynir Jónsson Jörfa 6.Sigurður Jónsson Jörfa 7.Sigvaldi Jóhannesson Enniskoti 8.Karl Bjarnason Stóru-Borg 9.Aðalsteinn Dýrmundsson Stóru-Borg 10.Gunnar Jónsson Gröf 11.Pétur Aðalsteinsson Miðröð 1.Ragnheiður Guðmundsdóttir Dæli 2.Hulda Ragnarsdóttir Valdarási 3.Margrét Pétursdóttir Stóru-Borg 4.Þórunn Björnsdóttir Miðhópi 5.Guðrún Magnúsdóttir Stóru-Borg 6.Hólmfríður Jónsdóttir Jörfa 7.Margrét tryggvadóttir Stóru-Borg 9.IngibjörgGunnarsdóttir Gröf 9.Ingibjörg Sigfúsdóttir Refsteinsstöðum 10.Sr Valdimar Eyland Fremsta röð 1.Ingiríður Vigfúsdóttir með Ingimund Smára 2.Inga Björnsdóttir bak við Ingiríði 3.Sigurlaug Sveinsdóttir Enniskoti 4.dóttir sr.Valdimars 5.Hulda Karlsdóttir Stóru-Borg 6.Þórir Jóhannsson Refsteinsstöðum 7.Trausti Björnsson Laufási. Hin börnin óvíst.

Rannveig S.D.G og Jón Jónsson Sanders (1850-1908)

Aftan á er letrað :Til Elísabetar Guðmundsdóttur Stóruborg frá Rannveigu S.D.G (svo kemur eiithvað nafn sem sést ekki vegna skemmdar) Sanders, 72 ára 1903.(7 í 72 dálítið óskýrt)
Um Jón segir Íslendingabók: Sonarsonur Jóns á Söndum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bóndi, lifir á fjárrækt á Bjargi, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Bóndi á Auðunnarstöðum í Víðidal. Fór til Vesturheims 1887 frá Auðunnarstöðum, Þorkelshólshreppi, Hún. Nefndi sig Sanders vestanhafs. Var landnemi í Vatnabyggðum, bjó einnig í Nýa Íslandi, Winnipeg og Selkirk. Síðast bús. í Kandahar, Sask.
Fann svo mynd af leiði og legsteini Rannveigar og er það hér neðar í notes.
Rannveig var fædd 30.06.1851. látin 04.11.1908
Jón Jónsson Sanders var fæddur 14.12.1850. látinn 21.02.1928.

Ari Arnalds og Matthildur (1872-1980)

Ari Arnalds fæddur Jónsson og Matthildur Einarsdóttir Kvaran voru Sýslumannshjón búsett á Blönduósi á árunum 1914-1918.
Áttu þau þrjá syni þá Sigurð (1909), Einar (1911) og Þorstein (1915).
Ari Arnalds 7. júní 1872 - 14. apríl 1957. Matthildur Einarsdóttir Kvaran 29. september 1889 - 27. janúar 1980.Þau skildu.

Þorbjörg Kristmundsdóttir 1850-1930

Þorbjörg Kristmundsdóttir er fædd í Auðunnarstaðarkoti í Víðidal (stendur aftan á mynd) en samkvæmt manntali Þjóskjalasafns 1845 er hún fædd í Víðidalstungusókn og ekkert bæjarnafn tiltekið en þá býr hún á Kolugili ásamt foreldrum,systur og vinnufólki. 1850 er móðir hennar orðin ekkja og eru þær þrjár enn skráðar á Kolugil. 1855 eru þær skráðar á Auðunnarstaðarkot ásamt vinnufólki. 1860 er Þorbjörg komin í Grímstungu til móðursystur sinnar (Guðrún Þorsteinsdóttir) og er þar vinnukona. Næst finnst hún ekki fyrr en 1880 og þá sem eiginkona Jóns Ólafssonar bónda á sveinsstöðum og eru búin að eignast 6 börn. 1901 er hún enn á Sveinsstöðum og gift Jóni en systir hennar komin til hennar. 1910 er hún orðin ekkja en býr á Sveinsstöðum hjá syni sínum sem og 1920.
Þorbjörg er fædd 13.11.1841 látin 05.05.1923 og var dóttir hjónana Kristmunds Guðmundssonar og Margrétar Þorsteinsdóttur og á eina systur er Guðrún heitir. Börn Þorbjargar og Jóns voru Ólafur, Jón Kristmundur,Halldór,Magnús,Guðrún og Böðvar.

Atvinnulífssýning 2000 /fólk

Ljósmynd af fólk að snæða kaffi á sýningunni m.a. Anne Mary Pálmadóttir.Kristín S.Eggertsdóttir.Ólafur Bergmann Óskarsson.

Atvinnulífssýning (júní 2000)

Niðurstöður 1 to 10 of 177