Mannamyndir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Mannamyndir

Equivalent terms

Mannamyndir

Associated terms

Mannamyndir

107 Archival description results for Mannamyndir

107 results directly related Exclude narrower terms

Karl Ásgeir Sigurgeirsson (1863-1958)

Karl Ásgeir Sigurgeirsson er fæddur 02.10.1863 látinn 10.08 1958. Hann er fæddur í Svartárkoti i Bárðardal en fluttist í æsku með foreldrum sínum og mörgum systkinum vestur í Húnavatnssýslu.Hann var tvíkvæntur fyrri konan hans hét Margréti, missti hann hana eftir stutta samveru, ásamt fyrsta barni þeirra.Með siðari konu sinni, Ingibjörgu systur Margrétar eignaðist hann mörg börn, en aðeins þrjú komust til manns.

Héraðsskjalasafnið á Blönduósi (1850-1930)

Kristín Bergmann (1877-1943)

Kristín Bergmann ,fædd Guðrún Kristín Guðmundsdóttir er fædd 10.07.1877 í Kirkjuhvammssókn, látin 24.11.1943.
Manntal Þjóðskjasafns segir:1880 býr hún ásamt foreldrum og 4 systkinum að Syðri-Völlum.Árið 1890 er hún komin að Geitafelli sem fósturdóttir Gríms Jónssonar og alnöfnu sinnar en móðir hennar virðist hafa látist einhverntíman á milli ártala 1881-1890, þremur barna hennar var komið í fóstur á þrjá bæi en faðir Kristínar virðist hafa tekið elsta soninn með sér sem léttadreng og síðar vinnumann. Árið 1901 er Kristín sögð saumakona á Múla. Árið 1910 er hún komin á Marðarnúp sem kona húsbónda og árið 1920 er hún húsmóðiir á sama bæ munu þau hjónin þá vera búin að taka við því búi. Kristín var gift Jónasi B.Bergmann og áttu þau 4 börn sem hétu Guðmundur J.Bergmann, Björn J.Bergmann, Oktavís J.Bergmann og Þorgbjörg J.Bergmann.
Íslendingabók segir: Guðrún Kristín Bergmann Guðmundsdóttir 10. júlí 1877 - 24. nóvember 1943. Húsfreyja á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Marðarnúpi, Áshr., og síðar á Stóru-Giljá á Ásum.

kristín frá Bessastöðum (1949-2011) (A-1-4)

Kristín Guðný er frá Bessastöðum dóttir hjónana Einars Björnssonar og Helgu Þorsteinsdóttur. Kristín er fædd 06.10.1949. En hún er tvíburasystir Jóns Inga og eru þau einn af 6 systkinum frá Bessastöðum á Heggstaðarnesi.
Hér er linkur á grafreit Kristínar í Melstaðarkirkjugarði. http://www.hafdal.dk/tng/showmedia.php?mediaID=3745&cemeteryID=21

Láretta Stefánsdóttir (1891-1959)(A-1-3)

Samkvæmt Manntalsskrá Þjóðskjalaskrá heitir hún Láretta L Stefánsdóttir en samkvæmt Íslendingabók Láretta Eulalía Stefánsdóttir
fæðingardagur er 30.08.1891 og 1892.Láretta bjó á Sigríðarstöðum árið 1920 með manni sínum Pjétri Jónssyni og 2 börnum þeim Þorbirni Ástvaldi Pjétursyni fæddum 08.09.1919 og Hrefnu Pjétursdóttur fæddri 28.11.1919 svo annað hvort er röng dagsetning á öðru barninu eða Pjétur hefur átt barn utan hjónabands en hjá þeim er einnig hjú sem heitir Sigríður Ágústa Stefánsdóttir. Kannski systir Lárettu ? Í andlátstylkiningu í Tímanum þann 3.05.1959 stendur : Móðir okkar og fósturmóðlr Láretta Stefánsdóttir
lézt á sjúkrahúsinu Sólhelmum að morgni hins 1. maí. Hrefna Pétursdóttir,Nlnna P. Donir,Láretta Tryggvadóttir.

Results 61 to 70 of 107