Item B - Lög og fundargerðir heimilisiðnaðarfélagsins Iðju

Identity area

Reference code

IS HVH60-B

Title

Lög og fundargerðir heimilisiðnaðarfélagsins Iðju

Date(s)

  • 1935-1974 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Lög og fundargjörðabók heimilisiðnaðarfélagsins Iðju í Ytri-Torfustaðahrepp. Bókin er svört með límmiða að framan, brúnum og hvítum sem búið er að skrifa á með penna Lög og fundargjörðarbók Iðju. Stærð bókar er 16,6 x 20,4cm.
Bókin er frekar ílla með farin. Það er búið að skrifa í alla bókina, einnig eru laus blöð með og lagabreytingum, bréf var innan í bókinni stílað til heimilisiðnaðarfélagsins Iðju og einnig smá pési vegna 40.ára sögu Kvennabandsins í Vestur-Húnavatnssýslu.

Context area

Name of creator

Biographical history

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bókin hefst á lögum heimilisiðnaðarfélagsins Iðju í Ytri-Torfustaðarhreppi V-Hún. Fyrstu fimm síðurnar eru bara lög og fyrstu tvær greinar segja:
1.grein: Nafn fjélagsins er heimilisiðnaðarfélagið Iðja.
2 grein: Tilgangur félagsins er að efla heimilisiðnað í hreppnum með því að sjá meðlimum sínum fyrir vjélum til iðnaðarins svo sem spunavjél, vefstól og fl. eftir því sem efni og aðstæður fjélagsins leyfa gegn afnotagjaldi sem aðalfundur fjélagsins ákveður ár hvert.
Það eru tuttugu greinar af lögum eru ritaðar og undir þær skrifa 23 konur og 2 karlar, en búið er að strika yfir þrjú nöfn. Þessi lög eru skrifuð á Stóra-Ósi 18.ágúst 1935.
Á áttundu og níundu bls koma aðrar 7 reglur/greinar en engin undirskrift þar undir.
Fundargerð er svo næst á bls 11, þar stendur m.a.: Fundargerð Árið 1934, 24.júní var fundur haldin að Ásbyrgi fyrir tilhlutun kvenfélagsins Góður. Fundinn setti Þóra Jóhannsdóttir Bergsstöðum og skýrði frá spunavjélarkaupum þeim er fjélagið hafði gengist fyrir. Þá var fyrst talað um hvað spunafjélagið skyldi heita og kom fram tillaga frá Hólmfríði á Stóra-Ósi að það skyldi nefnt Iðja og var það samþykkt, því næst var kosin þriggja manna stjórn til eins árs, og hlutu kosningu: Frú Ingibjörg Briem, Þóra Jóhannsdóttir og Hólmfríður Bjarnadóttir. Margt annað var rætt á fundinum sem ekki verður tíundað hér. Fundarritari var Sigríður Guðmundsdóttir.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HVH

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

VLS

Institution identifier

IS-HVH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráð í atom 7.júní 2019. VLS

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related people and organizations

Related genres