Heimilisiðnaðarfélag

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Heimilisiðnaðarfélag

Equivalent terms

Heimilisiðnaðarfélag

Tengd hugtök

Heimilisiðnaðarfélag

1 Archival description results for Heimilisiðnaðarfélag

1 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Fundargjörðabók Hvöt í FR.Torfustaðahrepp

Bókin hefst á færslu frá 1971 af þáverandi formanni Kvenfélagsins Hvatar Arndísi Pálsdóttur þar sem hún segir frá sögu Kvenfélagsins Hvatar en það hét fyrst Spunafélagið í F-Torfustaðahrepp og var stofnað á Haugi í Miðfirði þann 26.sept.1935 með 16.meðlimi en engann formann fyrstu árin í þessum félagsskap heldur væru þetta framtak (framtök) fólksins í hreppnum en fremstar í þessum hóp voru Guðný Björnsdóttir Núpsdalstungu og Guðrún Jónsdóttir Haugi. Árið 1940 verður þessi félagsskapur að Kvenfélagi nefndur Hvöt.Ekki er vitað með vissu hver var fyrsti formaður þess,það kemur þó fram í fundargjörðum árið 1940-41 að Guðfinna Björnsdóttir Torfastöðum hafi verið formaður.
Fyrsta verkefni Spunafélagsins var að kaupa spunavél og starfrekja hana,stuttu síðar kaupir félagið vefstól,voru báðar þessar vélar fluttar á milli bæjanna og mikið notaðir.
Árið 1945 byrjaði Kvenfélagið að selja kaffi í Miðfjarðarrétt á réttardögum,fyrst um sinn í tjöldum en síðan í skúrum. Einnig stóðu félagskonur fyrir þorrablótum innan hreppsins.Einnig styrkti félagið fjölskyldur sem lentu í skakkaföllum sem og að styrkja Kvennabandið.
Þann 2.mai árið 1978 eru 5 félagskonur eftir í félaginu og ein gekk úr því,ákveðið var að leggja félagið niður sökum fámennis og ráðstafa fjármunum félagsins.