Heimilisiðnaðarfélag

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Heimilisiðnaðarfélag

Equivalent terms

Heimilisiðnaðarfélag

Associated terms

Heimilisiðnaðarfélag

2 Archival description results for Heimilisiðnaðarfélag

2 results directly related Exclude narrower terms

Fundargjörðabók Hvöt í FR.Torfustaðahrepp

Bókin hefst á færslu frá 1971 af þáverandi formanni Kvenfélagsins Hvatar Arndísi Pálsdóttur þar sem hún segir frá sögu Kvenfélagsins Hvatar en það hét fyrst Spunafélagið í F-Torfustaðahrepp og var stofnað á Haugi í Miðfirði þann 26.sept.1935 með 16.meðlimi en engann formann fyrstu árin í þessum félagsskap heldur væru þetta framtak (framtök) fólksins í hreppnum en fremstar í þessum hóp voru Guðný Björnsdóttir Núpsdalstungu og Guðrún Jónsdóttir Haugi. Árið 1940 verður þessi félagsskapur að Kvenfélagi nefndur Hvöt.Ekki er vitað með vissu hver var fyrsti formaður þess,það kemur þó fram í fundargjörðum árið 1940-41 að Guðfinna Björnsdóttir Torfastöðum hafi verið formaður.
Fyrsta verkefni Spunafélagsins var að kaupa spunavél og starfrekja hana,stuttu síðar kaupir félagið vefstól,voru báðar þessar vélar fluttar á milli bæjanna og mikið notaðir.
Árið 1945 byrjaði Kvenfélagið að selja kaffi í Miðfjarðarrétt á réttardögum,fyrst um sinn í tjöldum en síðan í skúrum. Einnig stóðu félagskonur fyrir þorrablótum innan hreppsins.Einnig styrkti félagið fjölskyldur sem lentu í skakkaföllum sem og að styrkja Kvennabandið.
Þann 2.mai árið 1978 eru 5 félagskonur eftir í félaginu og ein gekk úr því,ákveðið var að leggja félagið niður sökum fámennis og ráðstafa fjármunum félagsins.

Lög og fundargerðir heimilisiðnaðarfélagsins Iðju

Bókin hefst á lögum heimilisiðnaðarfélagsins Iðju í Ytri-Torfustaðarhreppi V-Hún. Fyrstu fimm síðurnar eru bara lög og fyrstu tvær greinar segja:
1.grein: Nafn fjélagsins er heimilisiðnaðarfélagið Iðja.
2 grein: Tilgangur félagsins er að efla heimilisiðnað í hreppnum með því að sjá meðlimum sínum fyrir vjélum til iðnaðarins svo sem spunavjél, vefstól og fl. eftir því sem efni og aðstæður fjélagsins leyfa gegn afnotagjaldi sem aðalfundur fjélagsins ákveður ár hvert.
Það eru tuttugu greinar af lögum eru ritaðar og undir þær skrifa 23 konur og 2 karlar, en búið er að strika yfir þrjú nöfn. Þessi lög eru skrifuð á Stóra-Ósi 18.ágúst 1935.
Á áttundu og níundu bls koma aðrar 7 reglur/greinar en engin undirskrift þar undir.
Fundargerð er svo næst á bls 11, þar stendur m.a.: Fundargerð Árið 1934, 24.júní var fundur haldin að Ásbyrgi fyrir tilhlutun kvenfélagsins Góður. Fundinn setti Þóra Jóhannsdóttir Bergsstöðum og skýrði frá spunavjélarkaupum þeim er fjélagið hafði gengist fyrir. Þá var fyrst talað um hvað spunafjélagið skyldi heita og kom fram tillaga frá Hólmfríði á Stóra-Ósi að það skyldi nefnt Iðja og var það samþykkt, því næst var kosin þriggja manna stjórn til eins árs, og hlutu kosningu: Frú Ingibjörg Briem, Þóra Jóhannsdóttir og Hólmfríður Bjarnadóttir. Margt annað var rætt á fundinum sem ekki verður tíundað hér. Fundarritari var Sigríður Guðmundsdóttir.

Kvenfélagið Iðja,Miðfirði