Item A-1-3 - Gjörðabók 1948-1966

Identity area

Reference code

HVH64-A-A-1-3

Title

Gjörðabók 1948-1966

Date(s)

 • 1928-1966 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Gjörðabók frá Ungmennafélaginu Grettir í Miðfirði sem er fyrir árin 1948-1966. Bókin er svört með rauðum hornum og kili.
Bókin er sæmilega vel með farin,aðeins snjáð á jöðrum, striginn á kili er heill en töluvert snjáður,bókin er full skrifuð og með númeruðum tölustöfum og er byrjað að skrifa á bls.1 ,síðasta skrifaða blaðsíðan er nr: 151 og síðasta blaðsíðan er nr:152.

Context area

Name of creator

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Á fyrstu fjórar og hálfa blaðsíður eru skrifuð lög félagsins og þau ekki tíunduð hér en lögin eru 22 greinar. Í fyrstu fundargerð stendur:
Fundargjörð
Árið 1948 fimmtudaginn 19 febrúar var aðalfundur U.M.F.Grettis haldin að Ásbyrgi.
Formaður félagsins, Jóhann Sigvaldason setti fundinn og stjórnaði honum en fundarritari var Magnús Guðmundsson í fjarveru ritarans Eiríks Jónssonar, þá var tekið fyrir.

 1. Lesin fundargerð síðasta fundar og samþykkt.
 2. Reikningar félagsins lesnir og skýrðir.
  a) Féhirðir Gísli Guðmundsson las reikning félagsins yfir tekjur og gjöld svo og efnahagsreikning.
  b) Páll Stefánsson las reikning lestrarfélagsins.
  c) Jón Jónsson las reikning yfir tekjur og gjöld Grettislaugar. Reikningarnir höfðu verið endurskoðaðir og engar athugasemdir komið fram. Voru þeir allir samþykktir samhljóða.
 3. Formaður skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu ári. Taldi hann starfsemina hafa verið með minnsta móti. Haldnir höfðu verið 3 fundnir og 2 skemmtisamkomur á árinu og engar verulegar framkvæmdir. Nokkrar umræður urðu því næst um starfsemi félagsins fyrr og nú. Þessir tóku til máls auk formanns. Gústav Halldórsson, Gísli Guðmundsson, Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson, Karl Guðmundsson og Benedikt Guðmundsson. Að því loknu var málið tekið út af dagskrá.
 4. Formaður las úrsögn úr félaginu frá Guðrúnu Þórdísi Magnúsdóttur á Saurum.
 5. Lagabreytingar. Stjórn félagsins bar fram svohljóðandi tillögu: Fundurinn samþykkir að hækka árgjöld karla úr kr.6.- í kr.10- og konur úr kr.4- í kr.5- unglingar innan 16 ára haldist óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða.
 6. Kosnir starfsmenn félagsins fyrir næsta ár.
  Formaður Jóhann Sigvaldason með 14 atkvæðum
  Ritari Eiríkur Jónsson með 10 atkvæðum
  Féhirðir Gísli Guðmundsson með 15 atkvæðum
  Varastjórn
  Hjalti Jósefsson með 9 atkv, Magnús Guðmundsson með 9 atkv, Gíslu Magnússon með 6 atkv.
  Skemmtinefnd
  Arndís Pálsdóttir með 12 atkvæðum. Helga Stefánsdóttir með 7 atkv. Ingibjörg Jónsdóttir með 7 atkv. Magnús Guðmundsson með 11 atkv. Páll Stefánsson með 10 atkv.
  Til vara
  Jóhanna Pálsdóttir. Ása Stefánsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir. Zóphónías Jósefsson. Guðmundur Björnsson.
  Endurskoðendur
  Gunnar jónsson með 7 atkv. Zóphónías Jósefsson með 2 atkv.
  Stjórn lestrafélagsins
  Hjalti Jósefsson með 5 atkv. Gunnar Jónsson með 6 atkv. Karl Guðmundsson með 5 atkv.
  Sundlaugarnefnd
  Jón Jónsson með 14 atkv. Benedikt Guðmundsson með 9 atkv.
  Fulltrúar á aðalfund S.U.V.H
  Jóhann Sigvaldason með 8 atkv. Benedikt Guðmundsson með 4 atkv.
  til vara Gunnar Jónasson.
 7. Lesið blað félagsins: Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson.
  Í því voru greinarnar þrjár systur eftir Gísla Guðmundsson og athugasemd eftir Raunsæismann.
 8. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson vakti máls á því hvort ungmennafélagið myndi ekki geta ráðiðeinhverju um nafn á þessum stað umhverfis Ásbyrgi sem nú er óðum að byggjast Málið ekkert rætt.
  Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
  Magnús Guðmundsson
  Fundarritari.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

 • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Aðgengilegt í skjalasafni HVH.

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

VLS

Institution identifier

IS-HVH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráð í atom 09.11.2018.VLS

Language(s)

 • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places