Blaðaútgáfa

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Blaðaútgáfa

Equivalent terms

Blaðaútgáfa

Associated terms

Blaðaútgáfa

1 Archival description results for Blaðaútgáfa

Only results directly related

Íllugi blað U.M.F.Grettis

Bókin er svört með ljós gráum hornum og kili úr taui. Framan á bók er rammi til að skrifa á og þar stendur Íllugi. Rauður miði er á kili. Bókin er farin að láta á sjá. Bókin telur 288 blaðsíður og skrifað er á 143 blaðsíður.
Á fyrstu blaðsíður stendur:

Íllugi
Blað,ungmennafélagsins Grettir.
Miðfirði.
Starfsemi ungmennafélaganna.
Þegar athuguð er saga hinna mörgu ungmennafélaga, sem lifað hafa og lifa enn á meðal íslenskra æskumanna, þá verður fljótt komist að raun um, að gengi þeirra hefur verið ólíkt. Öll hafa þau þó sennilega verið í blóma eitthvert tímabil, fleiri en eitt, því deyfð og áhugaleysi hefur ríkt eins og lognþoka yfir félagsskapnum á milli en horfið svo á burt aftur, og þá oftast fyrir ljósi nýrra áhrifa.
Við sem unnum ungmennafélgs hreyfingunni alls hins begta, að gæfa og farsæld verði henni ávallt nátengd, ættum að athuga, hvað það er aðalega, sem orðið hefur henni að aldurtila eða fjörtjóni. Þar er um margar ástæðurnar ræða, bæði viðráðanlegar og óviðráðanlegar. Víða haga svo til, að strjábýlið og fámennið er hinn örðugasti þrándur í götu, auk vondra samganga og óhagstæðarar veðráttu. Stundum hafa og félög enn verið stofnuð af einhverjum áhugasömum mönnum, sem hafa svo verið lífið og sálin í félagsskapnum á meðan þeirra naut við, en síðan engir í þeirra stað tekið að sér forustuna og félagsskapurinn þannig staðið og fallið með stofnendum. Þetta mun vera all-algengt. Önnur hafa aftur á móti orðið skammlíf vegna þess að ágrenningur eða klofningur hefur orðið um sum málefni, sem þau hafa haft til meðferðar.
Þetta og meira til skrifar Kjartan Guðmundsson, en ekkert ártal er skrifað. Næst síðustu færslu er undirrituð af Ingólfi Guðnasyni.
Síðast er skrifað vorið 1959 en enginn undirskrift er, hér er smá ágrip í hana :
Þankar (vorið 1959)
Nú að vetrarlokum er ekki úrleiðis að líta yfir farin veg og rifja upp helstu atvik vetrarins. Veturinn var heldur góður að vísu frost harður á köflum, enda lagði Mýra - Páll miðstöð í sitt hús enda á hann ekki kost á öðrum hita, auminginn og Svertingsstaðamenn hlúðu að kúm sínum á daginn og hugsuðu um giftingar um háttatíma.
Um miðjan vetur lét Búnaðarfélagið blóta þorra var það gert að kvöldi til og safnaðist þar saman múur og margmenni, boðnir og óboðnir eins og hrafnar í æti. S dýfðu menn skyr hákarl úr hnefa og kneifuðu Eigil sterka meðan Bakkabræður og aðrir enn meiri andans jöfrar töluðu yfir hausamótunum á fólkinu. Fór allt friðsamlega fram enda sást ekki vín á nokkrum - kvenmanni.
Á þeim gömlu góðu dögum, þegar messað var á hverjum sunnudegi og Staðarbakki var í sæmilegri rækt, söng hver með sínu nefi. Þegar tímar liðu og menning jókt þótti slíkt óhæfa en fátt sért til ráða. Þá varð það til bjargar að járnfrú ein kom á Hvammstanga og kenndi söng en það var nýr viðburður þar. Þá er Miðfirðingar á stjörnubjörtum og þurrum vetrarkvöldum, gengu út á svalir sínar heyrðu þeir fagra óma handan yfir hafið. Hugsuðu sumir margt og létu síðan hendur standa spotta korn fram úr ermum, og húkkuðu sönggyðjuna í hvínandi hvelli. Geta menn ímyndað sér hver árangur hefur orðið þegar Húnvetneskir stórbakkaskapur og Þingeykst mont lagði saman. Við hverja messu á Melstað hefur síðan verið sungið svo ómátlega að Jóhann á Brekkulæk hefur ekki svefnfrið.
Svo mætti auðvitað mynnast á að eldhúsið á Útibleiksstöðum brann á dularfullan hátt og Nesmenn skutu á fund í Ásbyrgi af því tilefni og að Apalbjörn hefur greitt sínar skuldir með vöxtum og vaxtavöxtum svo nú er allt í lagi að segja sig á hreppinn, nóg er féð.

Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði