Identity area
Reference code
HVH64-A-A-1-1
Title
Gjörðabók 1928-1933
Date(s)
- 1928-1966 (Creation)
Level of description
Item
Extent and medium
Gjörðabók frá Ungmennafélaginu Grettir í Miðfirði sem er fyrir árin 1928-1933. Bókin er svört með ljósum hornum og kili. Ljósbrúnn miði er á miðri bók til að skrifa á og þar stendur Gjörðabók U....f. Grett I
Kjölurinn er farinn og sést bara í heftin.Bókin er ansi mikið snjáð og notuð,bókin er nánast full skrifuð,það eru fjórar opnur óskrifaðar aftast.
Kjölurinn er farinn og sést bara í heftin.Bókin er ansi mikið snjáð og notuð,bókin er nánast full skrifuð,það eru fjórar opnur óskrifaðar aftast.
Context area
Name of creator
Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði
Biographical history
Repository
Archival history
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Á fyrstu blaðsíðu er skrifað.:
Ár 1928 Sunnudaginn 4 nóv. var haldinn fundur í Þinghúsi hreppsins á Melstað til þess að taka ákvörðun um stofnun Ungmennafjélags. Fundinn setti Ingólfur Gunnlaugsson og nefndi til fundarstjóra Jósep Jóhannesson og stakk hann upp á Þorvaldi Friðrikssyni fyrir skrifara og var það samþykkt.
Á fundi sem haldin var um sama efni á síðastliðnu sumri hafði verið kosin nefnd til að gera uppkast að lögum fyrir ungmennafjélag, og lagði hún það fram, og talaði Ingólfur Gunnlaugsson fyrir því, og útskýrði það, urðu nokkrar umræður um uppkastið, og að endingu kosin 3ja manna nefnd til aðyfir fara það, og koma með breitingartillögur við það síðar á fundinum. Kosnir voru: Jósep Jóhannesson, Pjétur Ásmundsson, Gunnar Jónsson.
Þá var fundarhljé á meðan nefndin starfaði.
Eftir nokkra stund var fundi fram haldið og voru þá lögin lesin upp ásamt breitingartillögum nefndarinnar og samþykkt grein með áornum breitingum, og síðast öll í heild,sem gildandi lög fyrir ungmennafjélag til næsta aðalfundar, þá var leitað eftir hverjir verða fjélagsmenn og skrifuð upp nöfn þeirra, og var fjélagið stofnað með 23.meðlimum. Þá voru lögð fram bráðarbirðar fundarsköp og samþykkt í heild.
Að endingu voru kosnir starfsmenn fjélagsins, og kosningar fjéllu þannig.
Benedikt Guðmundsson Formaður. Þorvaldur Friðriksson ritari. Jón Jónsson gjaldkeri. Ingólfur Gunnlaugsson varaformaður. Gunnar Jónasson vararitari, Gunnar Jónasson varagjaldkeri. Endurskoðendur Pjétur Ásmundsson og Gísli Guðmundsson. Skemtinefnd Sigríður Guðmundsdóttir,Guðný Friðriksdóttir,Sigurgeir Karlsson.
Samkvæmt lögum var einnig kosin ritstjóri fyrir væntanlegt blað fjélagsins, kosningu hlaut Ingólfur Gunnlaugsson.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið
Jósep Jóhannesson (fundarstjóri) Þorvaldur Friðriksson (fundarskrifari)
Ár 1928 Sunnudaginn 4 nóv. var haldinn fundur í Þinghúsi hreppsins á Melstað til þess að taka ákvörðun um stofnun Ungmennafjélags. Fundinn setti Ingólfur Gunnlaugsson og nefndi til fundarstjóra Jósep Jóhannesson og stakk hann upp á Þorvaldi Friðrikssyni fyrir skrifara og var það samþykkt.
Á fundi sem haldin var um sama efni á síðastliðnu sumri hafði verið kosin nefnd til að gera uppkast að lögum fyrir ungmennafjélag, og lagði hún það fram, og talaði Ingólfur Gunnlaugsson fyrir því, og útskýrði það, urðu nokkrar umræður um uppkastið, og að endingu kosin 3ja manna nefnd til aðyfir fara það, og koma með breitingartillögur við það síðar á fundinum. Kosnir voru: Jósep Jóhannesson, Pjétur Ásmundsson, Gunnar Jónsson.
Þá var fundarhljé á meðan nefndin starfaði.
Eftir nokkra stund var fundi fram haldið og voru þá lögin lesin upp ásamt breitingartillögum nefndarinnar og samþykkt grein með áornum breitingum, og síðast öll í heild,sem gildandi lög fyrir ungmennafjélag til næsta aðalfundar, þá var leitað eftir hverjir verða fjélagsmenn og skrifuð upp nöfn þeirra, og var fjélagið stofnað með 23.meðlimum. Þá voru lögð fram bráðarbirðar fundarsköp og samþykkt í heild.
Að endingu voru kosnir starfsmenn fjélagsins, og kosningar fjéllu þannig.
Benedikt Guðmundsson Formaður. Þorvaldur Friðriksson ritari. Jón Jónsson gjaldkeri. Ingólfur Gunnlaugsson varaformaður. Gunnar Jónasson vararitari, Gunnar Jónasson varagjaldkeri. Endurskoðendur Pjétur Ásmundsson og Gísli Guðmundsson. Skemtinefnd Sigríður Guðmundsdóttir,Guðný Friðriksdóttir,Sigurgeir Karlsson.
Samkvæmt lögum var einnig kosin ritstjóri fyrir væntanlegt blað fjélagsins, kosningu hlaut Ingólfur Gunnlaugsson.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið
Jósep Jóhannesson (fundarstjóri) Þorvaldur Friðriksson (fundarskrifari)
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
Aðgengilegt í skjalageymslu HVH.
Existence and location of copies
Related units of description
Related descriptions
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
- Ungmennafélagið Grettir, Miðfirði (Creator)
Description control area
Description identifier
VLS
Institution identifier
IS-HVH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation revision deletion
Frumskráð í atom 08.11.2018. VLS
Language(s)
- Icelandic